Hvað er Afreks-miðstöð Íslands?
Afreksmiðstöð Íslands er stjórnstöð afreksíþróttastarfs á Íslandi. Faglegur vettvangur fyrir afreksfólk ólíkra íþrótta sem hefur möguleika á að verða sigurvegarar á heimsmælikvarða. Starf AMÍ verður í náinni samvinnu við sérsambönd og íþróttafélög landsins, framhaldsskóla, háskóla og vísindasamfélag sem og sérfræðinga í íþrótta- og heilsufræðum.