VINNUM GULLIÐ — ÁFRAM ÍSLAND

Afreksmiðstöð Íslands

VINNUM GULLIÐ

01

Hvað er Afreks-miðstöð Íslands?

Afreksmiðstöð Íslands er stjórnstöð afreksíþróttastarfs á Íslandi. Faglegur vettvangur fyrir afreksfólk ólíkra íþrótta sem hefur möguleika á að verða sigurvegarar á heimsmælikvarða. Starf AMÍ verður í náinni samvinnu við sérsambönd og íþróttafélög landsins, framhaldsskóla, háskóla og vísindasamfélag sem og sérfræðinga í íþrótta- og heilsufræðum.

Hvað þarf til að vinna gullið?

Því fleira afreksfólk sem við eignumst, þeim mun sjálfsagðara verður það, því hefð og saga skiptir máli. Með því að skapa bestu mögulegu umgjörð í kringum íþróttafólkið okkar aukast líkurnar á að komast í fremstu röð. Afreksmiðstöðin vinnur með félögum og sérsamböndum að markvissri afreksþjálfun út frá nýjustu rannsóknum, af vel menntuðu kunnáttufólki með alþjóðlega reynslu. Félagslegt umhverfi, andleg heilsa, tæknileg geta og líkamlegt atgervi er skoðað. Starfinu er stýrt og það er stutt af AMÍ, í gegnum átta fagsvið.

Fagsviðin eru:

  • Mælingar og stöðumat
  • Líkamsþjálfun
  • Meðhöndlun og heilsa
  • Hæfileikamótun
  • Sálfræði og íþróttir
  • Íþróttanæring
  • Íþróttafólk og ferill
  • Íþróttaþjálfarinn

02

03

Fyrir hverja er
Afreksmiðstöðin?

Tilgangur Afreksmiðstöðvarinnar er að byggja upp og styðja við afreksíþróttafólk og skapa þeim aðstæður til komast í hóp þeirra bestu á alþjóðlegum vettvangi. Sú vinna hefst snemma og hún hefst hér heima. Efnilegt íþróttafólk og lið, líkleg til að ná árangri, eru valin eftir ákveðnum viðmiðum. Með öflugum stuðningi við afreksíþróttafólkið verða um leið til betri þjálfarar, dómarar og leiðtogar.

04

Ávinningurinn

Fátt sameinar þjóðina betur en þátttaka og velgengni í íþróttum á alþjóðlega sviðinu. Góður árangur skapar landi og þjóð aukna umfjöllun og landkynningu með tilheyrandi hagvaxtaráhrifum. Öflugar fyrirmyndir og leiðtogar hafa ekki aðeins mikið forvarnargildi fyrir börn og ungmenni, heldur eru þær einnig hvatning fyrir almenning. Öll tölfræði bendir til að starf sem þetta efli velferð barna.

Íslenska leiðin

Quotes Quotes testimonial-badge Vésteinn hafsteinsson

„Að ná árangri byrjar á ákvörðun“

05

Teymi Afreksmiðstöðvarinnar

Teymi Afreks-
miðstöðvarinnar

Fast starfsfólk Afreksmiðstöðvar er kjarni sérfræðinga og fagfólks í afreksþjálfun og tengdum greinum. Eftir þörfum er leitað til annars fagfólks.

AMÍ

Kristín Birna Ólafsdóttir,
afreksstjóri

M.Sc. Íþróttavísindi & þjálfun

BA í sálfræði

AMÍ

Brynja Guðjónsdóttir,
verkefnastjóri

BS í Viðskiptafræði

Diploma í Viðburðastjórnun

AMÍ

Vésteinn Hafsteinsson,
ráðgjafi

BS í Heilsu & Íþróttafræði

Afreksþjálfari

MÆLINGAR & STÖÐUMAT

Ragnar Guðmundsson,
íþróttavísindafræðingur

M.Sc. í íþróttavísindum

Framhaldsskólakennari

ECTS Verkefnastjórnun

MEÐHÖNDLUN & HEILSA

Pétur Einar Jónsson,
sjúkraþjálfari

Ph.D. Naprapathy

Framkvæmdastjóri hjá Atlas Endurhæfingu

SÁLFRÆÐI

Hafrún Kristjánsdóttir,
prófessor

Prófessor í sálfræði

Deildarforseti Íþróttafræðideildar HR

SÁLFRÆÐI

Daði Rafnsson,
doktorsnemi í sálfræði við HR

Fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi

NÆRING

Anna Sigríður Ólafsdóttir,
prófessor

Prófessor í næringarfræði

Menntavísindasvið HÍ

NÆRING

Lilja Guðmundsdóttir,
íþróttanæringarfræðingur

M.Sc. íþróttanæringarfræði

NÆRING

Agnes Þóra Árnadóttir, íþróttanæringarfræðingur

Ph.D. Heilbrigðisvísindi

M.Sc Íþróttanæringarfræði

NÆRING

Thelma Rún Rúnarsdóttir, íþróttanæringarfræðingur

Ph.D. Heilbrigðisvísindi

M.Sc. Íþróttanæringarfræði